Frí Sálfræðiþjónusta: Opið Milli 2006-2008. 2009 Er Fríár

Ég hugsa að stjórnmálamenn í kosningabaráttu séu besta sálfræðiþjónusta sem hægt er að fá.  Og það ókeypis!

Fyrir það fyrsta þá ert þú alltaf í fyrsta sæti hjá stjórnmálamönnum.  Í öðru lagi vill svo skemmtilega til að þín hjartans mál eru einmitt efst á stefnuskrá hvaða stjórnmálamanns sem þú talar við.  Svo eru líka fríar veitingar.  Það er líka eitthvað hlýlegt við þetta þétta handtak.  Allt fyrir þig.  Og engan annan. 

En svo sérðu í fréttunum um kvöldið að stjórnmálamaðurinn ÞINN er að halda framhjá þér.  Með eldri borgara.  Og öryrkja.  Og Agli Helgasyni.  Stjórnmálamaðurinn ÞINN er að halda framhjá þér með sjúkraliðanum, hjúkrunarfræðingnum, lækninum, forstöðumanninum, leikskólabarninu, grunnskólabarninu, framhaldsskólanemanum, stúdentinum, námsmanninum erlendis,  leigumótmælandanum, íþróttamanninum, listamanninum, nýbúanum, eiturlyfjaneytandanum.

Eftir allt saman þá eru stjórnmálamenn kannski ekkert bestu sálfræðingarnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já þú segir nokkuð!

Sveinn Hjörtur , 23.3.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband