Kommi/Krati/Kapítalisti

Um hvað snúast stjórnmál á Íslandi í dag annað en völd?  Þau snúast að minnsta kosti ekki um hugsjón.  Það sést glögglega þegar litið er á færslu Alþingismanna milli þingflokka.  Er þetta virkilega leyfilegt?

Er virkilega leyfilegt að ganga úr einum flokk í annan eftir geðþótta þennan daginn?  Hvað gerist ef stjórnarmeirihluti veltur á slíkum færslum.  Á þá ríkisstjórn, kosin lýðræðislega af þegnum þessa lands að falla, vegna gengis eins manns í prófkjöri?

Svarið er nei og við vitum það öll.  Ef þú Gunnar/Valdimar/Kristinn getur ekki setið á þér þá skaltu bara gjöra svo vel að standa upp og ganga út af Alþingi fyrir fullt og allt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

sæll og blessaður Stefán, þú varst þess heiðurs aðnjótandi að verða bloggvinur minn nr 50, ég beið með öndina í hálsinum við tölvuna eftir að þetta gerðist 

til hamingju með það, og takk

ps. ég gæti ekki verið meira sammála þér um íslensk stjórnmál

halkatla, 20.3.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband