Hin Óendanlega Rás Vítahringsins

Ég fór aðeins að pæla.  Sum ónefnd stjórnmálaöfl eru á móti stóriðju, grundvallariðnaði sem leiðir af sér ýmis þjónustustörf, halda því statt og staðfast fram að "eitthvað annað" sé lausn allra heimsins vandamála.  Séu þessi sömu öfl beðin að skilgreina "eitthvað annað" er gripið til frasans "Virkjum hugann - verndum náttúruna".  Mun virkjun hugans ekki leiða til nýrra fyrirtækja?

Nú ætla ég að gefa mér að vinstri stjórn komist til valda. Hvernig eiga þá fyrirtækin sem urðu til fyrir tilstilli hugarvirkjana að geta blómstrað ef þau mega ekki hagnast um nokkra þúsundkalla án þess að vera úthýst af valdhöfunum.  Sjáum við þá ekki bara Fjallagrasasamsöluna eða Kolmunakavíarsamsöluna.  Þess eru fordæmi í íslenskri sögu. 

Þess er styst að minnast þess þegar Thor Jensen stofnaði mjólkurbú á korpúlfsstöðum.  Hvað gerðu þá vinstri menn undir stjórn Jónasar frá Hriflu?*  Jú þeir stofnuðu mjólkursamsöluna.  Svona sé ég hugleiðingar ýmissa Vinstri Grænna þegar ég les færslurnar þeirra.  Við skulum jú muna, að til að rithöfundar og aðrir listamenn geti þrifist þá verður grundvöllurinn að vera til staðar.  Því má alls ekki gleyma þegar við rökræðum um stóriðjuna 

*Framsóknarflokkurinn var miklu lengra til vinstri á þessum tíma og þess vegna nefni ég hann sem fordæmi vinstri manna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þórsson

Nei, að sjálfsögðu skipti ég ekki heiminum upp í tvær fylkingar.  Hins vegar hefur einkenni þeirra vinstri stjórna sem setið hafa, auk þess að skilja velferðarkerfið eftir í rjúkandi rústum, að auka ríkisafskipti.

Með ríkisafskiptum í fortíðinni á ég ekki við miðstjórn í Kreml heldur nefni ég dæmi eins og Mjólkursamsöluna. 

Samkvæmt skilgreiningu á striki er átt við línu sem hefur tvo endapunkta.  Ef við skiptum strikinu upp í þrjá hluta og köllum þá hægri, miðju og vinstri þá eru þeir vinstrimenn sem ég átti við í síðastnefnda hlutanum.  Ég vil ekki meina að Samfylkingin sé í þeim hluta þó vissulega sé hún vinstra megin við miðju.

Með hugtakinu "Vinstri menn" átti ég við þann hluta þrískipta striksins sem lengst er til vinstri og biðst ég innilega forláts hafi ég valdið misskilningi með því að nota það sem mér fannst þjálla heldur en "vinstri hluti þrískipta striksins" 

Stefán Þórsson, 23.3.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband