Dagvistun Grunnskólanna

Ég er laus úr viđjum ánuđar ţeirrrar sem dagvistun grunnskólanna er.  Ég brenndi allar brýr forrćđishyggjunnar ađ baki mér og í stađ ţess ađ eyđa dögum mínum í einni og einni kennslustund međ mörg hundruđ mínútna millibili viđ ţá iđju ađ fylgjast međ atómhreyfingum sesíns hef ég hafiđ vinnu hjá Vélaleigu AŢ ehf.  Ţar uni ég hag mínum vel viđ gatnaframkvćmdir í Vogunum frá morgni til kvölds og brýt daginn í tvennt međ heimsókn í Matstofu Kópavogs.  Ég fullyrđi ţađ stađfastlega og stend viđ stóru orđin ađ ţar sé besti heimilismatur á Íslandi, eđa ađ minnsta kosti viđ Smiđjuveg.

En aftur ađ dagvistun grunnskólanna.

Ţađ er stađreynd ađ skóladagataliđ hefur stćkkađ á síđustu misserum og ţarf ekki ađ fara lengra en til ársins 1997 ţegar undirritađur hóf skólagöngu sína til ađ sjá breytinguna.  Ţá hófst skólinn 1. september og lauk 31. maí.  Áriđ 2006 hófst skólinn 22. ágúst og lýkur 7. júní.  Hefur veriđ bćtt viđ námsefniđ síđan ţá?  Ég ćtla ekki ađ fullyrđa neitt um ţađ en ég efast stórlega.  Ţađ vekur hins vegar athygli mína ađ inn í skóladagatal hefur veriđ trođiđ alls konar ţemadögum.  Ég ćtla ekki ađ mćla gegn ţemadögum í sjálfu sér, heldur mćli ég gegn ţemadögum eftir ađ námsmati er lokiđ.

Ég ćtla ekki ađ leggja mikiđ meira upp úr neikvćđni í ţesari fćrslu heldur ćtla ég ađ leggja til ýmsar úrbćtur í ţessum málum.  Ţessar úrbćtur skipta miklu máli ţví ađ skilvirk kennsla á styttra tímabili er miklu betri heldur en hćg og langdregin kennsla á lengra tímabili.  Ţá er dagvistun grunnskólanna stór og mikill ţrándur í götu atvinnutćkifćra unglinga, en ég er á ţeirri skođun ađ ungt fólk frá 14 ára aldri og upp úr eigi ađ fá betri tćkifćri til ađ bćđi lćra ađ vinna og vinna sér inn peninga.      

Ég ćtla ađ leggja fram nokkrar stađreyndir til grundvallar:

  • Skóli var settur 22. ágúst síđastliđinn 
  • Vetrarfrí var 3. og 6. nóvember međ helgi á milli
  • "Jóla"próf voru ţreytt 27. - 30. nóvember síđastliđinn
  • Fyrir jól var skóla slitiđ 20. desember  
  • Vetrarfrí var 21. - 23. febrúar síđastliđinn 
  • Samrćmdu prófin voru ţreytt 2. - 9. maí síđastliđinn
  • Skólaprófin verđa vikuna 29. maí til 1. júní nćstkomandi
  • Skólaslit eru 7. júní nćstkomandi

Sökum ţess hvađa tími ársins er ţessa stundina ćtla ég ađ byrja á ađ fjalla um atburđi líđandi stundar.  Af ţessum frumreglum má leiđa ađ heilir 20 dagar eru millum samrćmdu prófanna og skólaprófanna.  Ţá er vika frá seinasta skólaprófi til skólaslita, ţ.e. nemendur eru enn ţá í skólanum ţrátt fyrir ađ vera búnir međ öll próf.  Viđ getum einnig gert okkur í hugarlund ađ efni samrćmdu prófanna og skólaprófanna sé ađ langflestu leyti ţađ sama.  Ţá vakna náttúrulega upp spurningarnar er varđa rökfrćđi ţau er ákvarđa ţessa tilhögun skólastarfs.  Í fyrsta lagi, hvers vegna líđur svo langur tími milli prófarunanna tveggja; og í öđru lagi, hvers vegna er nemendum skylt ađ sitja á skólabekk hafi ţeir klárađ allt ţađ námsefni og ţreytt öll ţau próf sem lög um skólaskyldu gera ráđ fyrir?

Vćri ekki rökrétt ađ ţessi próf vćru í beinu framhaldi af hvoru öđru og ţar međ losna viđ áđur nefnda 20 daga töf.  Meira segja má leiđa líkur ađ ţví ađ útkoman út prófum sem haldin eru međ ţví fyrirkomulagi sem ég legg til, komi betur út en ţađ fyrirkomulag sem er viđ lýđi í dag einfaldlega vegna ţess ađ námsefniđ er nemendum enn í fersku minni eftir samrćmdu prófin.  Ef grundvallarstađreyndunum er breytt á ţann veginn líta ţćr svona út:         

  • ...Samrćmdu prófin voru ţreytt 2. - 9. maí síđastliđinn
  • Skólaprófin voru ţreytt 10. -14. maí síđastliđinn
  • Skólaslit voru 21. maí síđastliđinn

Ţađ er vissa mín ađ litu grundvallarstađreyndirnar svona út myndu ţćr falla hinum almenna borgara betur í geđ heldur en núverandi grundvallarstađreyndir.  Ţađ vćri samt betra ađ breyta ţessum grundvallarstađreyndum enn ţá meira.  Ţađ er auđveldlega hćgt og međ örlítilli viđbót.  Ţađ ţarf ađeins ađ breyta tveimur tölustöfum:

  • Samrćmdu prófin voru ţreytt 2. - 9. maí síđastliđinn
  • Skólaprófin voru ţreytt 10. -14. maí síđastliđinn
  • Skólaslit voru 16. maí síđastliđinn
  • Ef stađreyndirnar vćru svona vćri lífiđ ţćgilegra.  En ég hef alls ekki lokiđ máli mínu.  Nú ćtla ég ađ fjalla um fyrripartinn af grundvallarstađreyndunum.  Til upprifjunar skulum viđ líta á fyrripartinn:

  • Skóli var settur 22. ágúst síđastliđinn 
  • Vetrarfrí var 3. og 6. nóvember međ helgi á milli
  • "Jóla"próf voru ţreytt 27. - 30. nóvember síđastliđinn
  • Fyrir jól var skóla slitiđ 20. desember  
  • Vetrarfrí var 21. - 23. febrúar síđastliđinn 
  • Fyrstu breytingarnar sem ég vil gera viđ ţessar frumstađreyndir eru á ţann veginn ađ vetrarfríin tvö verđi ţurrkuđ út.  Ţar međ má einnig fćra skólasetninguna og prófin fram um 5 virka daga:

  • Skóli var settur 29. ágúst síđastliđinn 
  • Jólapróf voru ţreytt 4. - 7. desember síđastliđinn
  • Fyrir jól var skóla slitiđ 20. desember
  • En ţar međ er ţví ekki öllu lokiđ.  Skólaslitum fyrir jólafrí má auđveldlega fćra aftur ásamt ţví ađ fćra jólaprófin fram:

  • Skóli var settur 29. ágúst síđastliđinn 
  • Jólapróf voru ţreytt 11. - 14. desember síđastliđinn
  • Einkunnaafhending var 18. desember síđastliđinn[Föstudagur(Starfsdagur) og helgi á milli]
  • Ţar međ lítur heildarmyndin svona út:

    • Skóli var settur 29. ágúst síđastliđinn 
    • Jólapróf voru ţreytt 11. - 14. desember síđastliđinn
    • Einkunnaafhending var 18. desember síđastliđinn[Föstudagur(Starfsdagur) og helgi á milli]
    • Samrćmdu prófin voru ţreytt 2. - 9. maí síđastliđinn
    • Skólaprófin voru ţreytt 10. -14. maí síđastliđinn
    • Skólaslit voru 16. maí síđastliđinn

    Ég vil vekja athygli á ţví ađ dagar sem fara í kennslu fyrir samrćmd próf eru ađeins einum fćrri en í upprunalegu myndinni sem má finna hér ađ ofan, ţađ er 19. desember, sem yfirleitt er ekki nýttur í stífa kennslu.  Ţá vil ég ítreka ţađ ađ sú mynd sem dregin er upp hér ađ ofan er eingöngu hugsuđ fyrir unglingadeild(8. - 10. bekk) og ţessi mynd er hluti af áćtlun minni í stórbćtum menntamála sem ég hyggst opinbera hér á nćstu dögum, svo ég tali nú eins og stjórnmálamađur.  Myndin sem ég dró upp hér ađ ofan kemur ađ mörgu leyti heim og saman viđ ţá skođun mína ađ stofna ćtti gagnfrćđaskóla fyrir alla unglinga í stađ ţess ađ hafa unglingadeildir innan grunnskólanna.  En ţađ er allt annar handleggur sem ég kem til međ ađ fjalla um á nćstunni.  Ég ţakka lesturinn


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband